Þing NKF haldið í Svíþjóð – Nýr forseti kjörinn en engin keppni að þessu sinni.

Þing Norðurlandasambands matreiðslumeistara (NKF) fór nýverið fram í Rönnäng í Svíþjóð. Þetta var í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem engin matreiðslukeppni fór fram á þinginu, en slíkar keppnir hafa hingað til verið fastur liður í dagskrá. Gestir tóku breytingunni vel og lýstu ánægju með að aukinn tími hefði skapast til samveru, umræðna og faglegs lærdóms.


Matur, menning og dagskrá þingsins
Þingið hófst á fimmtudegi þegar þátttakendur komu saman, en á föstudeginum var farið í ferð um sænska skerjagarðinn þar sem kynntur var staðbundinn matur og hráefni úr héraði. Aðalfundarstörf fóru svo fram á laugardegi og lauk þinginu með hátíðarkvöldverði um kvöldið, þar sem hin virtu Cordon Rouge orður samtakanna voru veittar fjórum félagsmönnum.


Leiðtogaskipti
Þórir Erlingsson, forseti NKF til tveggja ára, gaf ekki kost á sér í embættið áfram, en mun þó sitja áfram í stjórn samtakanna. Hann er jafnframt starfandi forseti Klúbbs matreiðslumeistara á Íslandi. Svíinn Marcus Hallgren, sem hefur undanfarin ár setið í stjórn NKF fyrir hönd Svíþjóðar, tók við forsetaembættinu.

„Það hefur verið mikil heiður að sitja sem forseti NKF síðustu tvö ár og ég hlakka til að vinna með Marcus að því að halda áfram því góða starfi sem unnið er innan NKF,“ segir Þórir.


Breytingar í stjórn – íslensk þátttaka áfram öflug
Ný stjórn kom saman að þingi loknu, þar sem Kyrre Dybdal frá Noregi var valinn varaforseti og Dennis Nielsen frá Danmörku gjaldkeri. Hver aðildarþjóð á tvo fulltrúa í stjórn samtakanna og hafa Íslendingar verið virkir þátttakendur í því starfi. Árni Þór Arnórsson lét af sínu sæti í stjórn, en hann tók nýverið við sem varaforseti í nefndinni Chefs Without Borders, sem starfar á vegum Worldchefs. Rafn Heiðar Ingólfsson tók sæti í stjórn í hans stað. Árna var þakkað kærlega fyrir vel unnin störf, en hann hafði gegnt hlutverki gjaldkera NKF síðustu sex ár.


Góð mæting og áhugaverður aldursmunur
Þingið var vel sótt og alls sátu það 15 íslenskir matreiðslumenn. Þing NKF er haldið á tveggja ára fresti og verður næsta þing haldið í Álaborg í Danmörku í maí 2027. Athygli vakti að Ib Wessman, einn stofnenda Klúbbs matreiðslumeistara, mætti á þingið en 73 ára aldursmunur er á honum og yngsta þátttakandanum á þinginu.

Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Eftir Þórir Erlingsson 16. júní 2025
Matreiðslumenn halda á lofti menningu og matreiðslu á 17. júní
Eftir Þórir Erlingsson 11. júní 2025
Worldchefs Congress & Expo 2026
Sýna fleiri fréttir