Norræna nemakeppnin - Skráning

Norræna nemakeppnin 2026

Forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina í matreiðslu og framreiðslu 2026 fer fram

laugardaginn 8. nóvember næstkomandi í Menntaskólanum í Kópavogi.


Þar munu íslenskir nemar keppa um sæti í lokakeppninni sem haldin verður dagana

19.–21. apríl 2026 og sýna færni sína í list matargerðar og framreiðslu á hæsta stigi.


Matreiðsla

Matreiðslunemar hefja daginn á skriflegu prófi áður en þeir takast á við eldamennskuna.

Í keppninni verða tveir réttir:

Aðalréttur: Mystery basket – hráefnin verða opinberuð á keppnisdegi.

Eftirréttur: Þar þarf að nýta Freyju rjómasúkkulaði, Lavazza kaffi, Pink Lady epli og

Mysing.


Framreiðsla

Framreiðslunemar byrja einnig á skriflegu prófi áður en verkleg verkefni hefjast.

Þau munu meðal annars:

Blanda tvo drykki á Vínstúkunni

Sýna færni í eldsteikingu

Setja upp kvöldverðaborð fyrir fjóra

Para vín við mat

Brjóta servíettur á skapandi hátt


Þetta er einstakt tækifæri til að fylgjast með framtíðar matreiðslu- og framreiðslufólki

sýna metnað, fagmennsku og sköpunargleði í keppni sem er fyrsta skrefið á leiðinni að

norræna titlinum!

Norræna nemakeppnin 25