Þrír matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Bleu orðu KM

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara, sem haldin var með á Fosshótel Stykkishólmi þann 3. maí 2025, voru þrír matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara. Orðan er veitt þeim sem skara fram úr á sviði íslenskrar matargerðar, fagmennsku og þjónustu við samfélagið.

Við hátíðlega athöfn tóku Axel Jónsson, Sigurður Einarsson og Þórður Sigurðsson við þessari virtu viðurkenningu fyrir ævistarf sitt og framlag til íslenskrar matarmenningar.

 


Axel Jónsson hefur í yfir hálfa öld sinnt matargerð og veitingarekstri af alúð og fagmennsku. Hann lauk sveinsprófi árið 1972 og meistaranámi 1977. Hann starfaði m.a. á Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu og sem skólabryti á Laugarvatni. Axel hefur rekið veisluþjónustu og matvælaframleiðslu fyrir flugfélög, auk þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Árið 1999 stofnaði hann Skólamat sem framleiðir daglega um 18.000 skólamáltíðir víðs vegar um landið. Með störfum sínum hefur hann haft djúpstæð áhrif á næringu barna og íslenska matarmenningu.

 


Sigurður Einarsson er matreiðslumeistari með yfir fjögurra áratuga reynslu. Hann hefur starfað sem yfirkokkur, ráðsmaður og kennari, m.a. hjá Frímúrarareglunni, á Bessastöðum, hjá Reykjavíkurborg og Landspítalanum. Hann hefur einnig verið virkur í fagfélögum, meðal annars sem félagsmaður í Klúbbi Matreiðslumeistara frá 1985 og barist fyrir réttindum nema. Með kennslu, stjórnun og alþjóðlegri reynslu hefur Sigurður lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskrar matargerðar og fagvitundar innan greinarinnar.

 


Þórður Sigurðsson hóf nám í matreiðslu árið 1961 og lauk sveinsprófi 1965. Hann starfaði bæði innanlands og erlendis, meðal annars í Kaupmannahöfn og London, og vann á virtum veitingastöðum á borð við Palace Hotel, Naustið og Iceland Foodcentre. Hann rak eigin veitingastað, Svörtu Pönnuna, í 13 ár við góðan orðstír. Seinni árin starfaði hann við sölumennsku í kjötvörugeiranum. Ferill hans spannar meira en hálfa öld og hann hefur markað djúp spor í veitingabransanum með ástríðu, fagmennsku og elju.

 


Klúbbur matreiðslumeistara óskar þessum þremur heiðursmönnum hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag þeirra til íslensks matargerðarlist og samfélags.

Eftir Þórir Erlingsson 4. maí 2025
Jakobi veitt heiðursorða KM
Eftir Þórir Erlingsson 4. maí 2025
Aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldinn á Fosshótel Stykkishólmi
Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Eftir Þórir Erlingsson 17. febrúar 2025
Allir keppendur Íslands hafa lokið keppni
Sýna fleiri fréttir