Íslenskir matreiðslumeistarar hlutu Cordon Rouge orður í Svíþjóð

Hátíðarkvöldverður í Rönnäng

Á hátíðarkvöldverði Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (Nordic Chefs Association), sem haldinn var á Tjörns Havspensionat í Rönnäng í Svíþjóð um helgina, voru tveir íslenskir matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Rouge orðu samtakanna. Þetta voru þeir Árni Þór Arnórsson og Jóhann Sveinsson. Cordon Rouge orðan er veitt fyrir framúrskarandi framlag til fagmennsku og þróunar í matreiðslu á Norðurlöndum. Orðan er veitt þeim sem hafa skarað fram úr í störfum sínum, stuðlað að framgangi fagsins og lagt sitt af mörkum til samstarfs og tengsla á sviði matargerðar milli Norðurlanda.


Árni Þór: Virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi

Árni Þór Arnórsson hefur verið áberandi í starfi Klúbbs matreiðslumeistara um árabil og unnið ötullega að faglegri uppbyggingu og alþjóðlegu samstarfi í gegnum verkefni á vegum klúbbsins, Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF) og Worldchefs. Með þátttöku sinni hefur hann verið virkur hlekkur í að efla faglegt tengslanet og styrkja stöðu íslenskra matreiðslumanna á alþjóðavettvangi.


Jóhann Sveinsson: Lykilhlutverk í starfi Klúbbs matreiðslumeistara

Jóhann Sveinsson hefur verið lykilpersóna í starfi Klúbbsins undanfarin ár, setið í stjórn, sinnt nefndarstörfum og gegnir í dag embætti varaforseta. Jóhann hefur komið að öllum helstu viðburðum KM síðasta áratuginn hið minnsta. Með sinni víðtæku reynslu og ómetanlegum stuðningi hefur hann verið mikilvægur hlekkur í undirbúningi og þátttöku kokkalandsliðsins í alþjóðlegum keppnum.


Einnig veittar orður til danskra matreiðslumeistara

Á sama kvöldverði voru einnig danskir matreiðslumeistarar, Thomas Ris og Svend Rinken, heiðraðir með Cordon Rouge orðu fyrir sitt framlag til matreiðslufagsins og norræns samstarfs.



Hátíðin undirstrikaði gildi samstarfs og fagmennsku

Cordon Rouge orðuveitingarnar voru hápunktur hátíðarkvöldverðarins þar sem matreiðslumeistarar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að efla tengsl, deila þekkingu og heiðra framúrskarandi framlag til matreiðslufagsins. Orðuveiting þeirra Árna, Jóhanns, Thomasar og Svends er jafnframt viðurkenning á því mikilvæga starfi sem unnið er innan norræns matreiðslusamfélags.



Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Eftir Þórir Erlingsson 16. júní 2025
Matreiðslumenn halda á lofti menningu og matreiðslu á 17. júní
Eftir Þórir Erlingsson 11. júní 2025
Worldchefs Congress & Expo 2026
Sýna fleiri fréttir