Óskar Finnsson sæmdur Cordon Blue orðu KM

Óskar Finnsson sæmdur Cordon Blue orðu KM

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Óskari Finnssyni matreiðslumeistara og veitingamanni veit Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.

 

Óskar er fyrir löngu orðin landsþekktur fyrir störf sín í veitingageiranum, sjónvarpsþætti, útvarpsþætti og greinar um veitingageirann í fjölmiðlum og á netinu.

 

Óskar er ættaður frá Seyðisfirði en kom ungur til Reykjavíkur og lærði matreiðslu á Aski undir stjórn meistara síns, Guðmundar Valtýssonar. 

 

Meðfram náminu starfaði hann á Hótel Sögu, Þrem frökkum og fleiri stöðum.  Að námi loknu hoppaði Óskar beint í djúpulaugina þegar honum bauðst staða yfirkokks á Hótel Valhöll. 

Þá var honum var boðin vinna á steikhúsi nokkru við Barónsstíg sem þá var um það bil að opna og var ákveðið að staðurinn héti Argentína. Óskar er ennþá þekktur sem Óskar á Argentínu.

Á Argentínu starfaði Óskar fram til ársins 2004 þegar fjölskyldan flutti til Bretlands. Þar kom Óskar að opnun Texture með Agnari Sverrissyni. Það reyndist fyrsti Michelin staðurinn með Íslenskar rætur.

 

Auk þess hefur Óskar komið að opnun nokkurra staða. Má þar nefna Carpe Diem, Veisluturninn og Gott svo eitthvað sé nefnt.

Þá starfaði Óskar sem framkvæmdastjóri veitingasviðs Íslandshótela áður en þau fjölskyldan opnuðu Finnsson Bistro í Kringlunni sem nýtur mikilla vinsælda

 

Óskar er snilldarkokkur og auk þess að vera veitingamaður af lífi og sál. Áhugi Óskars og þekking á veitingahúsum og mat er aðdáunarverður og er leitun að manni sem hefur borðað á fleiri veitingastöðum út um allan heim.

 

Óskar hefur svo sannarlega haft áhrif á Íslenska veitingamennsku með fagmennsku sinni og smekkvísi.

Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Sýna fleiri fréttir