Sölvi B Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu orðu KM

 

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Sölva B. Hilmarssyni matreiðslumeistara veitt Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.


Sölvi er Selfyssingur en hefur starfað víða um land þó lengst af á Suðurlandi. Áhugi Sölva fyrir matreiðslu byrjaði mjög snemma með allskonar tilraunastarfsemi á æskuheimilinu þar sem hann eldaði hádegismat fyrir fjölskylduna. 


Formlegt matreiðslunám Sölva hófst á Aski á Suðurlandsbraut en hann kláraði síðan námið hjá Lárusi Loftssyni á Veitingamanninum. Síðar tók Sölvi við rekstri Veitingamannsins ásamt fleirum.


Sölvi starfaði seinna víðs vegar um landið, þar á meðal á Laugum. Hann fór síðan aftur á Selfoss þar sem hann hóf störf hjá Sælkeravinnslunni. Hann tók svo yfir þann rekstur og rak veisluþjónustu á Suðurlandi til margra ára ásamt því að reka verslunina Rimlakjör á Litla Hrauni. 


Sölvi hefur undanfarið ár starfað í Hvíta húsinu á Selfossi. Hann tók þátt í stofnun KM Suðurlands haustið 2023 og er í forsvari fyrir deildina ásamt Bjartmari Pálmasyni og Bjarna Hauk Guðnasyni. 


Það er sjaldan lognmolla í kringum Sölva og var hann ritari í stjórn KM 2006-2007 ásamt því að hafa verið með rétt á Hátíðarkvöldverði KM.

Eftir Andreas Jacobsen 23. september 2025
Forsetar KM 2010 til 2020
Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Sýna fleiri fréttir