Langar þig í ungkokkalandsliðið?

Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og verður yngri en 25 ára 1. nóvember 2026? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Ungkokkalandsliðið!


Nú er tækifærið Klúbbur matreiðslumeistara stefnir á að senda ungkokkalandslið á heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember 2026.


Framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegu ævintýri.


Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji til að taka þátt í hópvinnu og tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.


Þjálfari Ungkokkalandsliðsins verður Daniel Cochran sem í dag starfar sem sölumaður hjá fyrirtækjasviði Innnes en starfaði áður Fiskmarkaðnum, Kolabrautinni, Apótek Grill og sem yfirmatreiðslumaður á Sushi Social. Hann var aðstoðarmaður með landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og var í liðinu á leikunum 2014.


Við leitum einnig að matreiðslumönnum og matreiðslunemum til að aðstoða landsliðin okkar við æfingar og keppnir.


Umsóknir og fyrirspurnir sendist á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is


Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Sýna fleiri fréttir