Marsfundur KM Sjúkrahótelinu

Marsfundur KM Reykjavík var haldinn þann 4. Mars á Landspítalanum. Voru það matreiðslumeistararnir Magnús Örn Guðmarsson starfsmaður sjúkrahótelsins og

Haraldur Helgason teymisstjóri hjá eldhúsi Landspítalans sem tóku á móti okkur í anddyri sjúkrahótels með glæsilegum veitingum.

Fórum við og skoðuðum eldhúsið þar sem um 6000 matar eru framleiddir á degi hverjum, ásamt því að skoða Elmu matsal starfsmanna. Að skoðunarferð lokinni buðu þeir félagar upp á saltkjöt og baunir sem hreint ekki klikkaði. Árni Þór setti fundinn og bauð matreiðslumenn velkomna. Á fundinum var kynnt nýja námsefnið í Hótel og veitingaskólanum. Eru það rafrænar bækur - Vefbók - Matreiðslu- Matvælabraut 1. þrep og Vefbók - Matreiðsla- Matvælabraut 2. og 3. þrep. Höfundar eru: Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Sigurður Daði Friðriksson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson.  Þeir Ægir, Hinrik og Hermann stikluðu á stóru um bækurnar benntu þeir á að hægt er að nálgast þær á vefbok.is, hjá Iðnú. Meðfylgjandi eru hlekkir á bækurnar.

https://vefbok.is/matreidsla-matvaelabraut-1-threp/

 

https://vefbok.is/matreidsla-matvaelabraut-2og3-threp/

 

Hægt er að sækja um styrk til að kaupa bókina á mínum síðum hjá Matvís.

 

Þórir Erlingsson tók til máls og sagði frá ýmsu sem hefur gerst undanfarið og það sem er framundan, en margt spennandi er að gerast hjá KM þessa dagana

 

Happdrættið var á sínum stað og veglegir vinningar að venju

.

KM Reykjavík þakkar Landspítalanum og félögunum Magnúsi Erni og Haraldi Helgasyni fyrir góðar móttökur.

 

Km Reykjavík

Árni Þór Arnórsson Formaður

Ingibjörg Helga Ritari 

Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Sýna fleiri fréttir