Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.

Herlegheitin byrja fimmtudaginn 27. Mars þegar forkeppni Kokks ársins hefst, 8 keppendur munu þar keppast um 5 sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á laugardag. Ljóst er að um æsispennandi keppni verður að ræða þar sem margt af okkar fremsta keppnisfólki er skráð til leiks. Keppnin var fyrst haldin 1994, á síðasta ári sigraði Hinrik Örn Lárusson, Hinrik tók svo þátt í Global Chef Europe fyrr á árinu þar sem hann hafnaði í fyrsta sæti í Europe North og mun taka þátt í Global Chef í Wales í maí á næsta ári. Keppandin sem sigrar í ár mun keppa í Nordic Chef á næsta ári.

Á föstudag verður keppnin um Græmetiskokk ársins, keppnin hefst kl 12.00 og reikna má að henni verði lokið um kl 19.00. Þetta er í annað skiptið sem KM heldur keppni um Grænmetiskokk ársins.  Fyrsta keppnin fór fram 2024 og þar sigraði Bjaki Snær Þorsteinsson og tók hann svo þátt í Global Vegan Chef Europe sem fram fór á Rimini í febrúar þar sem hann endaði í 3ja sæti í Europe North. Keppandin sem sigrar keppnina í ár mun taka þátt í Nordic Green Chef sem fram fer í Herning í Danmörku í mars á næsta ári.   


Dagskrá fimmtudagsins lítur svona út.  Meðfylgjandi eru einnig nokkrar myndir frá keppninni í fyrra, myndirnar tók Mummi Lú.







   

 

 

 

Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Sýna fleiri fréttir