Aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldinn á Fosshótel Stykkishólmi

Aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara (KM) fór fram laugardaginn 3. maí á Fosshótel Stykkishólmi. Alls mættu 44 félagar til fundarins, sem einkenndist af góðri stemningu og virkum umræðum.
Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem farið var yfir starfsemi og rekstur síðasta árs, reikningar samþykktir og stjórnarkjör framkvæmt. Fundurinn fór vel fram og ríkti jákvæð og uppbyggileg stemming meðal fundargesta.
Sérstaklega skemmtilegar og líflegar umræður sköpuðust undir liðnum „önnur mál“, þar sem rætt var um möguleika á frekara starfi ungliðadeildar og nemadeildar innan klúbbsins. Mikill áhugi var á að efla þátttöku ungs fagfólks í starfi KM og ýmsar góðar hugmyndir komu fram um hvernig megi styðja við unga matreiðslumenn í námi og starfi.
Að lokum aðalfundi tók við árshátíð KM þar sem félagar skemmtu sér með mökum, félagarnir, Axel Jónsson, Sigurður Einarsson og Þórarinn Sigurðsson fengu afhenta Cordon Bleu orðu KM fyrir störf sín fyrir KM og fagið. Einnig var Jakobi Herði Magnússyni veit heiðursorða KM, en hann er fimmti félagi KM sem hlýtur þann heiður.