Jakobi veitt heiðursorða KM

Jakob Hörður Magnússon, betur þekktur sem „Kobbi á Horninu“, var í gær laugardaginn 3. maí heiðraður með heiðursorðu Klúbbs matreiðslumeistara fyrir einstakt æviverk sitt í þágu íslenskrar veitingamenningar, bæði hérlendis og erlendis.


Jakob hefur verið ómissandi hluti af íslenskri veitingasögu í áratugi. Hann stofnaði veitingastaðinn Hornið árið 1979 ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Jóhannsdóttur, eftir að hafa dvalið í Danmörku og starfað á virtum veitingastöðum þar. Hornið var fyrsti ítalski veitingastaðurinn á Íslandi og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan. Veitingastaðurinn er þannig ekki aðeins elsti ítalski staður landsins heldur einn sá stöðugasti og traustasti.


Jakob hefur lagt mikið af mörkum til menntunar og þróunar matreiðslumanna á Íslandi. Hann satt í sveinsprófsnefnd á þriðja áratug og hefur kennt ungu fólki fagið af ástríðu og alúð. Þar að auki hefur hann gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir stéttina, hann var forseti Klúbbs matreiðslumeistara í sex ár og forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF) í tvö ár. 


Í viðurkenningu fyrir framlag sitt hefur Jakob hlotið fjölda viðurkenninga. Hann hlaut Cordon Bleu orðu KM 1996 en hann hefur einnig hlotið sömu viðurkenningu bæði í  Finnlandi og Danmörku. Að auki hlaut hann Gordon Rouge orðu NKF 1997.


Árið 2021 gaf Jakob út bókina Hittumst á Horninu, sem segir sögu Hornsins og fjölskyldunnar sem hefur haldið utan um staðinn í yfir fjóra áratugi. Bókin er ekki aðeins uppskriftasafn heldur einnig heimild um þróun veitingamenningar í Reykjavík – þar sem Hornið hefur einnig starfað sem menningarhús með tónlist, myndlist og leikhús.


Heiðursorða KM  sem Jakob hlaut í gær er ekki aðeins viðurkenning fyrir langan og farsælan starfsferil heldur einnig tákn um þakklæti og virðingu frá kollegum, fyrir ómetanlegt framlag til matargerðar og menningar á Íslandi og Norðurlöndum.

 

Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Sýna fleiri fréttir