Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur

Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara og Elínborg Erla Knútsdóttir markaðsstjóri Tandurs við undirskriftina

 Öryggi, gæði og hreinlæti

Tandur ehf., leiðandi fyrirtæki á sviði hreinlætislausna fyrir atvinnulíf og stofnanir, hefur gengið til formlegs samstarfs við Kokkalandsliðið og Klúbb Matreiðslumeistara með undirritun styrktarsamnings. Markmið samningsins er að efla aðstöðu og umgjörð íslenska landsliðsins í matreiðslu, með áherslu á öryggi, gæði og hreinlæti – lykilþætti í alþjóðlegri keppnismatreiðslu.


Þjónusta í yfir 50 ár

Tandur, sem hefur starfað á íslenskum markaði í yfir 50 ár þjónustar allt frá veitingahúsum og heilbrigðisstofnunum til stórfyrirtækja og skóla. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í þrif og hreinlætisvörum, með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og þjónustu í hæsta gæðaflokki. Meðal viðskiptavina Tandurs eru margir helstu matvælaframleiðendur og veitingaaðilar landsins – og því liggur samstarfið við Kokkalandsliðið beint við.


Mikill heiður

„Við lítum á þetta sem mikinn heiður,“ segir Elínborg Erla Knútsdóttir, markaðsstjóri Tandurs. „Það að styðja við lið sem vinnur við að hámarka nákvæmni, fagmennsku og hreinlæti undir miklu álagi á alþjóðavettvangi er í takt við okkar eigin gildi og starfsemi. Íslenskir matreiðslumenn eru í fremstu röð – og við viljum vera með þeim í liði.“


Frábær árangur

Íslenska kokkalandsliðið hefur á undanförnum árum náð ótrúlegum árangri. Á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í febrúar 2024, hafnaði liðið í þriðja sæti, sem er besti árangur Íslands á leikunum til þessa. Liðið fékk gullverðlaun í báðum keppnisgreinum sínum og skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Þessi árangur jafnar fyrri þriðja sæti liðsins frá fyrri leikunum .


Undirbúningur á fullu

Undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fer fram í Lúxemborg í nóvember 2026 er þegar hafinn. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, landsliðsþjálfari, stýrir liðinu en hún þjálfaði liðið einnig fyrir Ólympíuleikana 2024. Hún hefur mikla reynslu í keppnismatreiðslu og var t.d. í liðinu þegar liðið komst fyrst á pall á stórmóti 2020.


Með okkur í liði

Með áframhaldandi stuðningi og samstarfi er stefnt að því að íslenska kokkalandsliðið nái enn betri i árangri á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg árið 2026. “Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að sem flest fyrirtæki í sem tengjast matvælum á einhvern hátt séu með okkur í liði til að tryggja það að við verðum með eitt besta ef ekki það besta Kokkalandslið í heimi. Að Tandur bætis nú í hópinn er mikið ánægjuefni fyrir okkur og hlakkar okkur gríðarlega til samstarfsins.” Segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. 

 

   


Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Sýna fleiri fréttir