Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan

Hátíðar­kvöld­verður Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara verður hald­inn 11. janú­ar næst­kom­andi og verður hald­inn að þessu sinni í Hörpu. Það verður mikið um dýrðir og stjörn­urn­ar munu skína skært í Hörpu þetta kvöld.


Viðburður­inn hef­ur verið hald­inn ár­lega síðan árið 1988, fyr­ir utan tvö ár sem all­ir þekkja, þegar Covid-tíma­bilið geisaði. Viðburður­inn hef­ur frá upp­hafi verið fast­ur liður í skemmt­ana­haldi land­ans.


Hátíðar­kvöld­verður­inn er aðal­fjáröfl­un Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara þar sem bestu mat­reiðslu­menn lands­ins taka hönd­um sam­an og fram­reiða mar­grétt­an hátíðarmat­seðil ásamt sér­völd­um eðal­vín­um.


Ágóðinn renn­ur meðal ann­ars í næsta stór­mót ís­lenska kokka­landsliðsins

All­ur ágóði kvölds­ins renn­ur til starf­semi Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, þannig verður klúbbn­um kleift að efla mat­ar­gerðarlist og styðja fram­göngu klúbb­fé­laga bæði hér heima og er­lend­is með rekstri Kokka­landsliðsins og keppn­inn­ar um Kokk árs­ins. Næsta stóra mót Kokka­landsliðsins er heims­meist­ara­mót sem haldið verður í Lúx­em­borg 2026.


Þetta er ein­stakt tæki­færi til þess að njóta kvöld­verðar á heims­mæli­kv­arða þar sem úr­valslið mat­reiðslu­manna leika við hvern sinn fing­ur. Yf­ir­mat­reiðslumaður kvölds­ins er Arn­ar Darri Bjarna­son og hefst gleðin með for­drykk klukk­an 18.00 í Hörpu. Mikið verður um stjörnufans þar sem sam­kvæmis­klæðnaður er áskil­inn, síðkjól­ar og smók­ing.


Eft­ir­spurn hef­ur verið mik­il og nú þegar er orðið upp­selt kvöld­verðinn. Miðaverð er 75.000 kr. og renn­ur all­ur ágóði kvölds­ins til Kokka­landsliðsins. 

Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Sýna fleiri fréttir