Stærsti og glæsilegasti hátíðarkvöldverður ársins framundan

Hátíðar­kvöld­verður Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara verður hald­inn 11. janú­ar næst­kom­andi og verður hald­inn að þessu sinni í Hörpu. Það verður mikið um dýrðir og stjörn­urn­ar munu skína skært í Hörpu þetta kvöld.


Viðburður­inn hef­ur verið hald­inn ár­lega síðan árið 1988, fyr­ir utan tvö ár sem all­ir þekkja, þegar Covid-tíma­bilið geisaði. Viðburður­inn hef­ur frá upp­hafi verið fast­ur liður í skemmt­ana­haldi land­ans.


Hátíðar­kvöld­verður­inn er aðal­fjáröfl­un Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara þar sem bestu mat­reiðslu­menn lands­ins taka hönd­um sam­an og fram­reiða mar­grétt­an hátíðarmat­seðil ásamt sér­völd­um eðal­vín­um.


Ágóðinn renn­ur meðal ann­ars í næsta stór­mót ís­lenska kokka­landsliðsins

All­ur ágóði kvölds­ins renn­ur til starf­semi Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, þannig verður klúbbn­um kleift að efla mat­ar­gerðarlist og styðja fram­göngu klúbb­fé­laga bæði hér heima og er­lend­is með rekstri Kokka­landsliðsins og keppn­inn­ar um Kokk árs­ins. Næsta stóra mót Kokka­landsliðsins er heims­meist­ara­mót sem haldið verður í Lúx­em­borg 2026.


Þetta er ein­stakt tæki­færi til þess að njóta kvöld­verðar á heims­mæli­kv­arða þar sem úr­valslið mat­reiðslu­manna leika við hvern sinn fing­ur. Yf­ir­mat­reiðslumaður kvölds­ins er Arn­ar Darri Bjarna­son og hefst gleðin með for­drykk klukk­an 18.00 í Hörpu. Mikið verður um stjörnufans þar sem sam­kvæmis­klæðnaður er áskil­inn, síðkjól­ar og smók­ing.


Eft­ir­spurn hef­ur verið mik­il og nú þegar er orðið upp­selt kvöld­verðinn. Miðaverð er 75.000 kr. og renn­ur all­ur ágóði kvölds­ins til Kokka­landsliðsins. 

Eftir Andreas Jacobsen 29. október 2025
Minning um Bjarna Geir Alfreðsson
Eftir Andreas Jacobsen 3. október 2025
NKF þingið í Reykjavík árið 1979
Eftir Andreas Jacobsen 23. september 2025
Forsetar KM 2010 til 2020
Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Sýna fleiri fréttir