Snædís Xyza Mae Ocampo sæmd Cordon Bleu orðu KM

Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara nú nýverið var Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumeistara veitt Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara, en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.


Snædís fæddist á Filippseyjum 1989 og flutti ung til Íslands. Hún ólst upp á Dalvík og flutti síðar til Reykjavíkur til að mennta sig í fatahönnun en eftir að hafa kynnst matreiðslufaginu í aukavinnu á Sushi Social færði hún sig yfir í matreiðslunám. Sædís hóf námið á Apótekinu, færði sig síðan á Hótel Sögu og útskrifaðist þaðan 2018. Hún starfar nú sem yfirmatreiðslumaður ION Hótels og er þjálfari Kokkalandsliðsins.


Snædís er þaulreynd í keppnismatreiðslu og hóf sinn feril í Kokkalandsliðinu sem aðstoðarmaður 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólympíuleikum 2016. Hún var fyrirliði liðsins þegar það náði sínum besta árangri, 3. sæti á Ólympíuleikunum 2020 en þá gekk hún með sitt fyrsta barn.  Hún tók við þjálfun landsliðsins í apríl 2023 og leiddi liðið aftur á pall þar sem það jafnaði árangur sinn frá 2020 og náði 3. sæti. Þetta er eftirtektarverður árangur, sérstaklega með tilliti til þess að liðið æfði í 9 mánuði, en flest hinna liðanna æfðu í 2 ár fyrir mótið.


Snædís er flinkur fagmaður, frábær fyrirmynd, fær stjórnandi og sannur leiðtogi. Hún er fremst á meðal jafningja!

Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Sýna fleiri fréttir