Nýr forseti heimssamtakanna


Heimsþingi World Chefs lauk í dag en þar var kosin ný stjórn, Andy Cuthbert er nýr forseti heimssamtakana. Með honum í aðalstjórn voru kjörin Kristine Hartviksen, Noregi, Uwe Micheel, Dubai, Rick Stephen, Ástralíu, og Alain Hostert, Luxumborg. 


Á þinginu voru margir fróðlegir fyrirlestarar sem stóðu í tvo daga ásamt góðum tíma til til að kynnast matreiðslumönnum allstaðar að úr heiminum en fulltrúar 84 ríkja voru á þinginu.


Matreiðslumenn frá norðurlöndunum voru vel á fjórða tug og bauð stjórn NKF þeim öllum til kvöldverðar á Omma Korean Charcoal BBQ. Þar áttu við saman góða stund þar sem það kom greinilega fram hversu mikililvægt norðurlandasamstarfið er.


Uffe Nilsen heiðursforseti NKF var veitt heiðursorða heimssamtakana á þinginu. Uffe hefur verið öflugur í félagsstarfi matreiðslumanna í langan tíma, var forseti Dönsku samtakana í mörg ár og NKF í 6 ár. 

Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Sýna fleiri fréttir