Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara 

Nýverið var undirritaður bakhjarlssamningur á milli Bako Verslunartækni og Klúbbs matreiðslumeistara. Samningurinn var undirritaður í glæsilegum sýningarsal Bako Verslunartækni að Draghálsi 22, 110 Reykjavík.


Á næstu árum mun Bako Verslunartækni styrkja hina mikilvægu starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara bæði með fjárframlagi og vörustyrk.


,,Við hjá Bako Verslunartækni erum virkilega stolt að því að halda áfram okkar frábæra samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara, ásamt því í leiðinni að efla og stækka samstarfssamninginn enn frekar með því að gerast bakhjarl klúbbsins.” segir Sverrir Viðar Hauksson forstjóri Bako Verslunartækni. Það er jafnframt mikill heiður að okkar heimsþekkti birgi, Rational sem er stærsti ofnaframleiðandi á heimsvísu mun taka þátt í þessu með okkur með sýnileika Rational vörumerkisins á höttum landsliðsins sem notaðir eru í keppnum og mótum hér heima og erlendis.


,,Klúbbur matreiðslumeistara er í forsvari fyrir íslenska matarmenningu og framþróun hennar. Það er aðdáunarvert að horfa til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum hjá íslenska kokkalandsliðinu og matreiðslumeisturum. Öflug og markviss starfsemi klúbbsins er hornsteinn og bakland stéttarinnar. Við hjá Bako Verslunartækni teljum mikilvægt að leggja Klúbbi matreiðslumeistara lið til að styðja við hið góða starf hans.” segir Sverrir.


„Fyrir okkur í Klúbbi matreiðslumeistara er mikilvægt að hafa öflugan hóp samstarfsaðila með okkur í liði, það að Bako Verslunartækni bætis í hóp okkar frábæru Bakhjarla hjálpar okkur gríðarlega við að tryggja rekstur Bako Verslunartækni ∖ Draghálsi 22 ∖ 110 Reykjavík ∖ +354-5956200 ∖ bvt.is Kokkalandsliðanna til framtíðar.“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.


Bako Verslunartækni sérhæfir sig í vöruvali, tækjakosti og þjónustu fyrir stóreldhús, mötuneyti, veitingastaði, hótel, verslanir, bakarí, bari og vöruhús. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar heildarlausnir bæði staðlaðar og sérsniðnar eftir þörfum viðskiptavina

Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Eftir Þórir Erlingsson 16. júní 2025
Matreiðslumenn halda á lofti menningu og matreiðslu á 17. júní
Sýna fleiri fréttir