Ólympíuleikar, 2012

Ólympíuleikar í matreiðslu – Árið 2012

Kokkalandsliðið var dregið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi í október árið 2012.


Tilkynning frá stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara:

Það er erfið ákvörðun en óhjákvæmileg að draga Kokkalandsliðið úr keppni á Ólympíuleikum í matreiðslu sem fara fram í október næstkomandi. Mat stjórnar K.M. er að æfingaferlið sé ekki á þeim stað sem æskilegt er þegar svo stutt er til keppni og því óhjákvæmilegt að endurskoða fyrri ákvarðanir um þáttöku og setja liðinu ný markmið og verkefni. Stjórn K.M. stendur nú sem fyrr heilshugar að baki Kokkalandsliðinu og setur stefnuna á Heimsmeistaramót í matreiðslu 2014 þar sem liðið mun keppa fyrir Íslands hönd.


Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn okkar hefur tekið ákvörðun um að draga Kokkalandsliðið úr keppni, það eru ekki skemmtilegar fréttir að færa en við bendum á að fjölmargar þjóðir hafa gert það áður. Þ.m.t Norðmenn og Danir af sömu ástæðum og við gerum nú.


Við hlökkum til áframhaldandi spennandi starfs og nýrra áskorana með Kokkalandsliðinu og félögum okkar í Klúbbi matreiðslumeistara.


Með kveðju
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 2012, ásamt vinnustöðum sem meðlimir störfuðu á þeim tíma:

  • Gunnar Karl Gíslason – Dill Resturant
  • Steinn Óskar Sigurðsson – Silfurtunglið
  • Þráinn Freyr Vigfússon – Kolabrautin
  • Viktor Örn Andrésson – Bláa lónið Lava Restaurant
  • Jóhannes Steinn Jóhannesson – Hótel Marine
  • Ólafur Ágústsson – Hótel Marine
  • Fannar Vernharðsson – Vox
  • Garðar Kári Garðarsson – Fiskfélagið
  • Ómar Stefánsson – Snaps
  • Kjartan Gíslason – Nauthóll
  • Ásgeir Sandholt konditor – Sandholt bakarí
  • Maria Shramko – Sykurdrottning
  • Karl Viggó Vigfússon – Garri
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Sýna fleiri fréttir