Langar þig?

Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda?

Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á Heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður í nóvember 2026 en framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu.


Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is

Við leitum einnig að ungum matreiðslumönnum og matreiðslunemum yngri en 23 ára (árið 2026). Sem hafa áhuga á að aðstoða landsliðið og taka þátt í að byggja upp ungkokkalandslið.


Umsóknir og fyrirspurnir sendist á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is



Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Sýna fleiri fréttir