Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf

Kokkalandsliðið skrifaði nýverið undir bakhjarlasamning við stærstu hótelkeðju landsins Íslandshótel sem á og rekur 17 hótel og veitingastaði um allt land. Sævar Karl Kristinsson, yfirmaður veitingasviðs Íslandshótela og Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, undirrituðu samninginn við athöfn á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar sem er staðsett við Lækjargötu á glæsihótelinu Hótel Reykjavík Saga.


Íslandshótel hafa lengi verið tengd landsliðinu þar sem bæði fyrrverandi og núverandi landsliðsfólk starfar á veitingastöðum keðjunnar. Nýverið var hin margverðlaunaða Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin sem yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík en hún er þjálfari Kokkalandsliðsins. Á þeim tíma sem hún hefur stjórnað liðinu hefur það m.a. náð besta árangri Íslands á Ólympíuleikum (2024).


Þessi samstarfssamningur mun styrkja enn frekar samvinnu landsliðisins og Íslandshótela og veita landsliðinu tækifæri til að deila þekkingu sinni og færni innan veitingastaða keðjunnar. Með þessum hætti er stefnt að því að koma með aukna og fjölbreytnari þekkingu í þá matargerð sem boðið er upp á á hótelunum auk þessa að vera landsliðinu innan handar við undirbúning og keppnir á stórum mótum sem og innanlands. Íslandshótel hafa löngum verið þekkt fyrir að styðja við íslenska matarmenningu og lagt miklá áherslu á gæði og fagmennsku. Með þessu samstarfi er augljóst að stefnan er tekin á að vera í framlínunni í íslenskri matargerð.


Samningurinn miðar að því að styrkja tengsl Kokkalandsliðsins við Íslandshótel og stuðla að auknu samstarfi landliðsins og Íslenskrar ferðaþjónustu með áherslu á gæði veitinga. Næsta stóra mót er heimsmeistaramótið sem fram fer í Lúxemborg 2026 og ætlar liðið sér stóra hluti.



“Við hlökkum til að sjá árangurinn af þessu spennandi samstarfi í framtíðinni”, segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara en klúbburinn stefnir á að bæta við Ungkokkalandsliði fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg 2026. “Samstarf við öflug fyrirtæki í greininni sem leggja áherslu á að vera með frábæra fagmenn og góðan hóp af nemum er mjög mikilvægt fyrir okkur og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu“ bætir Þórir við að lokum.

 

Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Kvenkokkar sýna styrk og hæfni á öllum sviðum
Sýna fleiri fréttir