Chicago, 1991

Alþjóðleg matreiðslukeppni í Chicago – Árið 1991

Það var matreiðslukklúbburinn Framandi sem stofnaði upphaflega Íslenska Kokkalandsliðið sem síðar tók þátt í alþjóðlegu matreiðslukeppninni í Chicago árið 1991. Framandi var klúbbur fyrir þá sem á þeim tíma voru ekki gjaldgengnir í Klúbb Matreiðslumeistara, en skilyrði fyrir þátttöku er að keppendur séu meðlimir í Alþjóðasamtökum matreiðslumanna en Íslandsdeild þeirra er Klúbbur Matreiðslumeistara. Eftir keppnina fengu allir meðlimir í Framanda heiðursorðuna Gordon Blue og inngöngu í KM og þá fjaraði Framandi út.


Keppnin tók fjóra daga og keppt var bæði í heita og kalda, en Íslenska Kokkalandsliðið fékk silfur og brons.


Matseðillinn í heita var eftirfarandi:

Vatnakrabbasúpa með geddurúllum

Salat með gröfnu lambi og balsamískri vínediksósu

Önd að hætti Reykjavíkur borin fram með sveppaúrvali og rósmarínilmandi sósu

Eftirréttur „Apple Bavarian” með ananassósu og bláberju


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1991:

  • Ásgeir Helgi Erlingsson
  • Baldur Öxdal Halldórsson
  • Bjarki Hilmarsson
  • Úlfar Finnbjörnsson
  • Örn Garðarsson
  • Sigurður L Hall
  • Sverrir Halldórsson
Eftir Þórir Erlingsson 4. maí 2025
Þrír matreiðslumeistarar heiðraðir með Cordon Bleu orðu KM
Eftir Þórir Erlingsson 4. maí 2025
Jakobi veitt heiðursorða KM
Eftir Þórir Erlingsson 4. maí 2025
Aðalfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldinn á Fosshótel Stykkishólmi
Eftir Þórir Erlingsson 2. apríl 2025
Niðurstöður úr Kokk ársins 2025
Eftir Þórir Erlingsson 26. mars 2025
Keppnirnar um Kokk ársins og Grænmetiskokk ársins fara fram í IKEA um helgina.
Eftir Þórir Erlingsson 21. mars 2025
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Eftir Árni Þór Árnason 13. mars 2025
Marsfundur KM Sjúkrahótelinu
Eftir Árni Þór Árnason 12. mars 2025
Febrúarfundur KM hjá ÓJ&KÍSAM
Eftir Andreas Jacobsen 6. mars 2025
Skrifstofa Kokkalandsliðsins að veruleika
Eftir Þórir Erlingsson 21. febrúar 2025
Kokkalandsliðið og Íslandshótel í samstarf
Sýna fleiri fréttir