Bella Center, 1985

Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center – Árið 1985

Liðið tók þátt í Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center 18. apríl árið 1985 á vegum NKF (Nordisk kokkenchefs forening) eða Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og vann Íslenska liðið gullverðlaun. Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt í stórri matvælasýningu á Bella Center fyrir utan Kaupmannahöfn en sýningin stóð yfir í nokkra daga.

“Við erum geysilega stoltir. Þegar Íslendingar vinna Dani er eitthvað mikið að gerast því matargerðarlistin er hátt skrifuð í Danmörku. Við fengum að heyra þau orð hér að okkar réttir væru á heimsmælikvarða og vorum við hvattir til að taka þátt í næstu heimsmeistarakeppni,” sagði Lárus Loftsson, forseti NKF-klúbbsins á Íslandi, í viðtali við DV.

Liðið var með 15 atriði á sýningunni, þ.e. þrjú sígild köld föt, sex svokölluð „restaurant”-föt, og sex diska eftir frjálsu vali. Dómarar voru fimm danskir dómarar sem allir eru mjög virtir matreiðslumeistarar, en fimmti dómarinn í keppninni hjá hinum liðunum var Kristján Sæmundsson.


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1985:

  • Einar Arnason
  • Þórarinn Guðlaugson
  • Gisli Thoroddsen
  • Brynjar Eymundsson
  • Kristjáns Sæmundsson, dómari
Eftir Andreas Jacobsen 29. október 2025
Minning um Bjarna Geir Alfreðsson
Eftir Andreas Jacobsen 3. október 2025
NKF þingið í Reykjavík árið 1979
Eftir Andreas Jacobsen 23. september 2025
Forsetar KM 2010 til 2020
Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Sýna fleiri fréttir