Forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, er verndari Kokkalandsliðsins

Stuðningur þjóðarinnar er Kokkalandsliðinu afar mikilvægur og er ánægjulegt að tilkynna að frú Eliza Reid forsetafrú hefur gerst verndari þess. Kokkalandsliðinu er það mikill heiður að frú Eliza veiti því með þeim hætti styrk í verkefnum þess. Kokkalandsliðið er skipað einstaklingum af báðum kynjum með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og færni sem virkjuð er til að þróa nútíma íslenskt eldhús og skapa jafnframt faginu fjölbreyttar fyrirmyndir.


Frú Eliza Reid: „Kannski má segja að það að kynnast matarsmekk þjóðar sé um leið að fá innsýn í sálarlíf hennar. Á undanförnum árum hefur gróskan í íslenskri matargerðarlist aukist gríðarlega og þá kemur sér auðvitað vel að hafa aðgang að því fjölbreytta og holla hráefni sem hér er á boðstólum. Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem ætlar að sýna heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið.“


Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins; ,,Liðið keppir stolt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í alþjóðlegum stórkeppnum og þróar um leið íslenskt eldhús og matarhefðina. Við byggjum á gömlum merg hvað varðar hráefnin okkar en um leið fögnum við og tileinkum við okkur þær aðferðir, stefnur og strauma sem berast utan úr heimi. Kokkalandsliðið er samsett af hópi kvenna og karla, nútíma Íslendingum sem eiga uppruna sinn víða í veröldinni. Við erum stolt af samstarfinu við forsetafrúna okkar sem við lítum á sem sameiningartákn fyrir þjóðina og hlökkum til framhaldsins.“


Heimsmeistaramót í matreiðslu er haldið á fjögurra ára fresti og fer nú fram dagana 23.-28. nóvember í Lúxemborg. Íslenska kokkalandsliðið fylgir eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðasta móti sem skilaði liðinu í 5. sæti. Kokkalandsliðið vinnur með alíslenskar áherslur og kappkostar að nota sérvalið, sígilt, íslenskt hráefni. Þetta hráefni er notað til að útbúa þriggja rétta heita máltíð og mun liðið á næstu mánuðum ljúka þróun á keppnisréttunum þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr verða í aðalhlutverkum.


Nánari upplýsingar

Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri, sími: 772-8228, chefhaflidi@gmail.com


Kokkalandsliðið 2018, nöfn og vinnustaðir:
Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar

Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Jamie´s Italian

Forseti KM, Björn Bragi Bragason, Síminn

Framkvæmdastjóri, Hafliði Halldórsson, Icelandic Lamb

Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga

Sigurjón Bragi Geirsson, Garri

Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel

Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Skál

Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið

Denis Grbic, Grillið

Ari Þór Gunnarsson,  Fiskfélagið

Garðar Kári Garðarsson, Deplar Farm

Maria Shramko, sjálfstætt starfandi

Hinrik Lárusson, Grillið

Georg Arnar Halldórsson, Sumac Grill + Drinks /ÓX

Viktor Örn Andrésson, sjálfstætt starfandi

Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Sýna fleiri fréttir