Bella Center – 1978

Alþjóðakeppni í matreiðslu í Bella Center – Árið 1978

Það var árið 1978 sem að þrír vaskir matreiðslumeistarar sem kepptu í Alþjóðakeppni í matreiðslu sem haldin var í Bella Center 4.-9. apríl 1978 í Kaupmannahöfn, en var að vísu minna í sniðum en er nú í dag og er þetta fyrsta Kokkalandslið Íslands sem vitað er um. Sigurvegarar í keppninni urðu Norðmenn, Austurríkismenn, Svisslendingar og í fjórða sæti Íslendingar.

Þá komu Danir, Vestur Þjóðverjar, Ungverjar, Svíar, Kínverjar og Indverjar.


Íslenska liðið hlutu gullverðlaun fyrir heita matinn og einnig sérstaka viðurkenningu fyrir besta kalda fatið á sýningunni í heild, það var lundi. Einungis var notað fyrsta flokks hráefni, og má þar nefna íslenskt lambakjöt. Hver þjóð útbjó tvo þjóðarrétti. Íslendingar matreiddu léttreykt lambalæri og steikt heilagfiski.
Íslenska sveitin bjóst aldrei við svona miklum árangri, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í svona sýningu.


Að lokum má geta þess, að meðal dómaranna á sýningunni voru Ib Wessmann, yfirmatreiðslumaður á Nausti.


Meðlimir Kokkalandsliðsins árið 1978:
Sigurvin Gunnarsson, yfirmatreiðslumaður Hótel Sögu
Gísli Thoroddsen, yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ
Hilmar B. Jónsson, veitingastjóri á Hótel Loftleiðum

Eftir Andreas Jacobsen 23. september 2025
Forsetar KM 2010 til 2020
Eftir Andreas Jacobsen 16. september 2025
Kokkalandsliðið 2016 til 2024
Eftir Andreas Jacobsen 10. september 2025
Forsetar KM frá 2000 til 2010
Eftir Andreas Jacobsen 1. september 2025
Kokkalandsliðið 2006 til 2014
Eftir Andreas Jacobsen 27. ágúst 2025
Forsetar KM - 1990 til 2000
Eftir Andreas Jacobsen 18. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1996 til 2005
Eftir Andreas Jacobsen 13. ágúst 2025
Áfram heldur sagan góða – 1980 til 1990
Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Sýna fleiri fréttir