Bananar, styrktaraðili Kokkalandliðsins

Bananar og Klúbbur matreiðslumeistara skrifuðu nýverið undir nýjan styrktarsamning.  "Bananar hafa staðið með Kokkalandsliðinu í langan tíma og eigum við þeim margt að þakka" segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

Bananar hafa alla tíð verið dyggur styrktaraðili og á starfsfólk Banana miklar þakkir fyrir allt það starf sem það hefur lagt á sig til að tryggja landsliðinu gæða vörur á hverjum tíma.  Á myndinni eru Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana og Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara, en myndin er tekin þegar þau skrifuðu undir nýjan styrktarsamning.



Á heimasíðu Banana eru meðal annars þessar upplýsingar um fyrirtækið. Fyrirtækið Bananar ehf var stofnað þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Eins og nafnið gefur til kynna voru fyrstu starfsár fyrirtækisins helguð innflutningi og þroskun banana.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.




Eftir Andreas Jacobsen 6. ágúst 2025
Kokkalandsliðið árin 1986 til 1995
Eftir Andreas Jacobsen 30. júlí 2025
Forsetar Klúbbs matreiðslumeistara í gegnum tíðina
Eftir Andreas Jacobsen 23. júlí 2025
Frá rónum til rómantíkur - Hornið í 46 ár í hjarta Reykjavíkur
Guðjón Þór Steinsson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1947.
Eftir Andreas Jacobsen 14. júlí 2025
Guðjón Þór Steinsson
Eftir Andreas Jacobsen 9. júlí 2025
Saga Kokkalandsliðsins - Upphafið
Eftir Andreas Jacobsen 2. júlí 2025
Kokkur ársins – flaggskip fagkeppna íslenskra matreiðslumanna frá 1994
Eftir Þórir Erlingsson 26. júní 2025
Fallinn er frá Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
Eftir Þórir Erlingsson 25. júní 2025
Tandur styrkir Kokkalandsliðið – Sameiginlegt markmið um hreinlæti, fagmennsku og árangur
Eftir Andreas Jacobsen 24. júní 2025
„Einfaldleikinn er fagur“ – Minning um Sigurvin Gunnarsson, matreiðslumeistara og brautryðjanda
Eftir Þórir Erlingsson 19. júní 2025
Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara
Sýna fleiri fréttir