Ólöf Ólafs

Námsstaður: Mosfellsbakarí

Ég byrjaði námsferilinn minn á apótekinu og færði mig síðan yfir í Mosfellsbakarí á nema samning. Ég vinn núna á Monkeys sem Head Pastry Chef og fæ ég að hanna eftirrétta seðlana þar.


Keppnisreynsla: Ég sigraði eftirrétt ársins 2021 og hef setið í dómnefnd síðan þá.


Helsta fyrirmynd: Helsta fyrirmyndin mín þegar ég byrjaði í bransanum var Axel, sem var fyrsti kennarinn minn, og Snædís sem hefur verið eins og stóra systir mín í gegnum árin í þessu fagi. Þau tvö hafa svarað öllum aula spurningunum mínum og eru alltaf jafn þolinmóð.


Eftirminnilegasta matarupplifun: var þegar ég fór til Chicago á eftirréttanámskeið og steig inn í drauma eldhúsið mitt. Ég veit ekki hvað mun toppa þá tilfinningu.


Uppáhaldshráefnið mitt: er vanilla því hún passar með bókstaflega öllu.


Matarminning úr æsku: Hún var örugglega þegar að ég var langt fram á kvöld að baka fyrir afmælið mitt og ég gjörsamlega lagði eldhúsið á hliðina.



Share by: