Ísak Aron Jóhannsson
Helstu vinnustaðir og hvar ertu að vinna núna:
Hotel Natura, Satt restaurant.
Vinn núna hjá Zak veitingum sem sérhæfa sig í prívat boðum en var áður hjá Lux veitingum.
Keppnisreynsla:
1. sæti í Eftirrétt ársins 2022
3. sæti á Ólympíuleikunum með Kokkalandsliðinu2020
6. sæti á Heimsmeistaramótinu með Kokkalandsliðinu 2022
4. sæti í Kokk ársins 2022
Helstu áhugamál:
Áhugamál mitt er fyrst og fremst matur og allt sem fylgir honum. Fyrir utan það elska ég að hreyfa mig, eyða tíma með góðum vinum, útivera og pólitík.
Helsta fyrirmynd:
Það breytist mikið með tímanum og eru fjölmargar en ég held að það verði að vera Cristiano Ronaldo.
Eftirminnilegasta matarupplifunin:
Ég ætla að segja Slippurinn. Matarupplifun þarf ekki að gerast á Michelin stöðum heldur á veitingastað þar sem vitneskjan um hráefnið og metnaðurinn við eldamennskuna er í hágæða flokki.
Uppáhalds hráefni:
Sítrónan er svo fjölbreytt og skemmtilegt hráefni og einnig íslenski þorskurinn.
Matarminning úr æsku:
Man eftir mér sem litlum gutta að pönusteikja ýsu í raspi á eldavélinni hjá ömmu minni þegar ég var aðeins 2 ára. Það og pönnukökurnar sem amma gerði og gerir enn.