Gabríel Kristinn Bjarnason
Helstu vinnustaðir og hvar ertu að vinna núna: Lærði á Grillinu hótelsögu
Byrjaði ungur í Hörpuni og svo á nemasamningi á Geira Smart þegar hann opnaði, færði mig síðan yfir á Grillið og er núna að vinna á Dill Restaurant.
Keppnisreynsla: Hef verið að keppa mikið síðustu ár; fyrst í nemakeppninni, síðan sem aðstoðarmaður í Global Chef og Bocusedor, þá í Nordic Young Chef og Kokki ársins og nú síðast á HM með Kokkalandsliðinu í fyrra.
Helstu áhugamál: Myndi ekki seigja að ég væri með stór áhugamál; bara að njóta þegar ég er í fríi.
Helsta fyrirmynd:
Mamma og pabbi.
Eftirminnilegasta matarupplifunin: Septime í París.
Uppáhalds hráefni: Sýrður rjómi.
Matarminning úr æsku: Grillað Wellington í útilegu í grenjandi rigningu með pabba.