Bakhjarlar
Bakhjarlar

,,Það er heilmikið mál að senda lið til þátttöku í Heimsmeistarakeppnina sem haldin er á fjögurra ára fresti og margt sem þarf að huga að. Það er því gríðarlega mikilvægt að fá svo öflug fyrirtæki sem bakhjarlarnir eru til liðs við okkur. Með stuðningi bakhjarlanna er mögulegt að umgjörð Kokkalandsliðsins verði fagleg og standist samanburð við það sem aðrar þjóðir gera fyrir sín lið enda keppir liðið stolt fyrir hönd Íslands”

– Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins

“Það er alltaf spennandi þegar Kokkalandsliðið undirbýr sig undir stórmót,  nú þegar styttist í Ólympíuleikana í Stuttgart er spennan í hámarki hjá landsliðsmönnum og öðrum félagsmönnum Klúbbs matreiðslumeistara sem koma að undirbúningi landsliðsins.  Við félagar í K.M. erum þakklátir öllum þeim sem koma að þessu stóra verkefni, bakjarlar, samtarfsaðilar og aðrir sem leggja hönd á plóg.  Við erum stolt að geta sýnt okkur á stóra sviðinu og sannað en og aftur við erum með þeim bestu í heiminum.”

Björn Bragi Björnsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara.